Fyrir Rekstur og Fjármál Fyrirtækja

Finndu og berðu saman fjöldan allan af þjónustuaðilum á Íslandi sem aðstoða þitt fyrirtæki við rekstur, fjármál og viðskiptaþróun.

Tekur þitt fyrirtæki ígrundaðar ákvarðanir?

Algengar leitir

Hagnýtar upplýsingar og fróðleikur

Um Eykol

Elstu fyrirtæki á Íslandi

Fólki hættir til að setja samansemmerki á milli vaxtar og langlífi þegar að við hugsum um farsæl og framúrskarandi fyrirtæki. Að ígrunduðu máli, mætti fær rök fyrir því að vöxtur og langlífi sé nær því að vera andstæður.

Vissulega eiga stór fyrirtæki, alla jafna, betra aðgengi að fjármagni en lítil fyriræki. Á móti kemur að stór fyriræki eru oft á tímum mun fjármagnsfrekari og jafnvel skuldsettari. Þar má til að mynda nefna að eitt af stærstu fyrirtækjum landins er akkúrat í flugrekstri.

Ef við lítum til fyrirtækja sem vaxa hratt, má ekki gleyma i því fellst mikil áhætta. Að vaxa hratt er alls engin ávísun á langlífi. Þvert á móti, má lítið út af bregða þegar ferðast þegar allt er á fleygiferð.

Í þessu ljósi er áhugavert að líta á elstu starfandi fyrirtæki í heimi. Hvernig skyldu þau nú líta út? Það sem flest þeirra eiga sameginlegt er að þau hafa lítið breyst í gegnum tiðina hvað varðar þá vörur og þjónustu sem að þau bjóða uppá. Jafnframt hafa þau lítið stækkað. Á meðal elstu fyrirtækja heims má til að mynda finna hótel, brugghús og sælgætisframleiðendur.

Elstu Félögin á Landinu

Samkvæmt Viðskiptablaðinu eru nokkur hlutafélög á Íslandi starfað í yfir hundrað ár. Blaðið nefnir Ísfélag Vestmannaeyja sem stofnað var árið 1901, Slippfélagið sem stofnað var vorið 1902 og Garðræktarfélag Reykhverfunga, stofnað 1904.

Það er ekki eins auðvelt og við mætti búast að fletta því upp hver elstu fyrirtæki landsins eru. Elstu félögin eru hreinlega mun eldri en núverandi kennitölukerfi sem og nafnanúmerakerfi fyrirtækja, sem notað var þar á undan.

  • Lög um einkahlutafélög voru ekki sett fyrr en 1995. Lög um hlutafélög eru sett 1978. Lög um fyrirtækjaskrá komu ekki fyrr en 1969.

  • Ísfélag Vestmanneyja er sennilegast elsta hlutafélag landsins sem starfað hefur óslitið. Það var meira að segja stofnað áður en lög um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð vor sett (1903).

  • Bernhöftsbakarí er mögulega elsti rekstur/vörumerki sem er starfandi í dag. Það var upphaflega stofnað 1834 en sá rekstur hefur ekki verið rekinn samfleytt undir sama firma/félagi.

  • Það eru svo tvö félög sem hafa verið rekinn lengur óslitin og eru enn í rekstri. Það eru Hið Íslenska Bókmenntafélag (1816) og Hið Íslenska Biblíufélag (1815). Þau eru þó bæði félagasamtök en eru eingu að síður að stunda rekstur (með tilheyrandi vsk-númeri, etc).

Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson

Svo er það alltaf álytamál hvernig við skilgreinum aldur. Fjölmörg fyrirtæki fara í gegnum endurskipulagningar og fyrirtækjarekstur getur starfað óslitinn þó svo að hann gangi kaupum og sölum á milli fyrirtækja.

Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri hefur til að mynda starfað óslitið í sama húsnæði frá árinu 1906. Félagið sjálft sem rak verslunina þegar að kennitölukerfið var tekið upp virðist þó hafa verið afskráð 2004 en núverandi rekstraraðili var stofnaður árið 2019.

Bernhöftsbakarí

Árið 1834, löngu fyrir tíma glúteinlausa lífsstílsins, opnaði Knutsen kaupmaður alvöru bakarí á evrópska vísu í Reykjavík. Bakaríð heitir eftir bakarameistaranum Bernhöft sem fenginn var til að sjá um reksturinn. Bernhöft keypti bakaríð af Knutsen kaupmanni árið 1845 og var það í eigu Bernhöftsættarinnar allt fram til ársins 1942.

Bakaríið var fyrst til húsa þar sem núna er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Árið 1927 flutti það á Bergstaðastræti 14 og svo yfir götuna á Bergstaðastræti 13, árið 1983. Í dag er Bernhöftsbakarí til húsa á Klapparstíg 3. Samkvæmt rsk.is var Bernhöftsbakarí ehf. skráð í Fyrirtækjaskrá árið 1976, sem en nokkrum árum seinna en upphaflegar skráningar á fyrirtækjanúmerum hófust.

Hið íslenzka bókmenntafélag

Árið 1816, einungis sextíu og fjórum árum eftir að Skúli Fógeti fór fyrir stofnun Innréttinganna, var Hið íslenzka bókmenntafélag stofnað. Félagið var bókaforlag og fræðafélag sem hafði það að markmiði að koma að útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt.

Samkvæmt skráningu á Fyrirtækjaskrá hefur Hið íslenska bókmenntafélag skráð sem félagasamtök þegar að fyrirtækjaskráning hófst.

Hið íslenska biblíufélag

Ári áður en að Bókmenntafélagið var sett á laggirnar, hafði Hið íslenska biblíufélag verið stofnað. Þann 10. júlí 1815 eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni var ákveðið að stofna félag sem hefði þann tilgang að stunda útgáfu Biblíunnar á íslensku og gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum.

Samkvæmt skráningu á Fyrirtækjaskrá hefur Hið íslenska biblíufélag skráð sem félagasamtök þegar að fyrirtækjaskráning hófst.

Önnur langlíf íslensk fyrirtæki

Veist þú um önnur langlíf fyrirtæki á Íslandi. Láttu okkur vita í kommentakerfinu hér að neðan, sendu okkur línu, eða skilaboð á Facebook.

Ertu að rekstrareign?

Eykol og nánir samstarfsaðilar Eykol skoða kaup og bjóða í rekstrartengdar eignir, hvort sem er fyrirtæki í heild, rekstrareiningar, skuldabréf eða aðrar kröfur.

Hafðu samband ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi tegundir af eignum til sölu:

  • Fyrirtæki og eignarhaldsfélög

  • Rekstrareiningar

  • Viðurkendar kröfur í þrotabú

  • Eignarhlutur starfsmanna nýsköpunarfyrirtækjum

  • Skuldabréf með breytirétti eða öðrum sérákvæðum.

Ertu með eign til sölu?

Fyrirtæki til sölu

Það er hægt að finna söluskrár fyrir fyrirtæki, eignarhaldsfélög og rekstareiningar á Íslandi víðsvegar á internetinu. Hér fylgir ótæmandi listi þar sem hægt er að finna fyrirtæki til sölu:

Hverjir annast sölu fyrirtækja?

Í júlí 2015 voru sett ný heildarlög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Nokkrar grundvallarbreyting áttu sér stað við gildistöku núgildandi laga og má þar helst nefna afnám einkaréttar fasteignasala til sölu fyrirtækja. Í kjölfarið er hverjum sem er heimilt að annast milligöngu um sölu fyrirtækja.

Þá má segja að þessi breyting hafi verið nauðsynleg til þess að koma lagasetningunni í takt við tímann, þar sem verksvið þeirra sem stunda milligöngu á kaupum og sölum á fyrirtækjum sinni verkefnum sem kalli á sérhæfingu umfram það sem hefbudin fasteignasala fæst við.

Þar af leiðandi hefur fyrirtækjasala færst til fyrirtækja sem sérhæfa sig í fyrirtækjaráðgjöf, sér í lagi á stórum og flóknari samningum. Minni fyrirtæki og rekstareiningar eru fremur seldar í gegnum fyrirtækjasölur (sem oft á tíðum eru reknar samhliða fasteignasölum).

Fyrirtækjaráðgjöf

Allir stóru viðskiptabankarnir hafa innan sinna banda teymi sem sinna fyrirtækjaráðgjöf. Einnig er algengt að stærri lögfræðistofur sinni fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt má segja að verkefni verðbréfafyrirtækja skarist talsvert við verkefni fyrirtækjaráðgjafa. Verkefni fyrirtækjaráðgjafa eru margþætt, til að mynda:

  • Áreiðanleikakannanir

  • Verðmat á fyrirtækjum og rekstrareiningum

  • Kaup, sala og sameining fyrirtækja

  • Endurskipulagning fyrirtækja

  • Rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð

  • Sérstakar rannsóknir, greiningar og líkanagerð

  • Virðisrýrnunarpróf

Fyrirtækjaráðgjafir birta yfirleitt ekki lista yfir þau félög sem að þau eru með í sölumeðferð, þó að stærri fyriræki séu yfirleitt auglýst for til sölu.

  • Listi yfir fyrirtæki sem sinna fyrirtækjaráðgjöf

  • Listi yfir fyrirtæki sem sinna verðbréfamiðlun

Fyrirtækjasölur

Eins og kemur fram að ofan, þá eru starfræktar sérhæfðar fyrirtækjasölur sem veita tvíhliða ráðgjöf og umsýslu á fyrirtækjum, eignarhlut í félögum, rekstrareiningum og atvinnutækjum. Oftar enn ekki eru þessar fyrirtækjasölur reknar of fasteignasölum eða samhliða þeim.

Vantar þig aðstoð?

Fjölbreytt verkefni fjármálastjórans

Það eru ýmisleg verk sem þarf að huga að þegar að maður rekur lítil og meðalstór fyrirtæki. Aðstoð á sviði bókhalds, endurskoðunar og jafnvel lögfræði kallar á samþættingu mismunandi aðila.

Bókhaldsstofur, endurskoðendur og lögfræðistofur eru allajafna með sérfræðiþekkingu á ákveðnu sviði. Lögfræðistofa með sérþekkingu á sviðið hugverkaréttar er ekki endilega með þekkingu á alþjóðlegum viðskiptasamningum.

Hvaða verkefni ertu að reyna að leysa?

Of reynist betur að brjóta þarfir fyrirtækis niður í þau verk sem þarf að vinna að hverju sinni. Hér eru 47 dæmi um algeng verk sem þarf að vinna þegar að maður rekur lítil og meðastór fyrirtæki á Íslandi:

Stjórnhættir

  1. Stofnun fyrirtækis og stofnkostnaður

  2. Að sækja um kennitölu

  3. Tilkynning um breyttan tilgang fyrirtækis

  4. Breyting á prókúru

  5. Breyting á framkvæmdarstjóra

  6. Breyting á stjórn

  7. Breyting á samþykktum

  8. Að breyta nafni á fyrirtæki

  9. Tilkynning um óbeint eignarhald

  10. Að breyta lögheimili fyrirtækis

  11. Breyting á raunverulegum eigendum

  12. Að afskrá fyrirtæki

  13. Að útbúa hluthafasamkomulag

  14. Umsókn um virðisaukaskattsnúmer

Bókhald og laun

  1. Færsla á fjárhagsbókhaldi

  2. Færsla á lanauppgjörum

  3. Skattaframtöl, virðisaukaskýrslur og önnur skattskil

  4. Að finna bókhaldskerfi

  5. Val á birgðarstýringarkerfi

Fjármagnsskipan

  1. Sala á rekstrareiningu

  2. Fyrirtækjaráðgjöf

  3. Söluráðgjöf fyrirtækja

  4. Kaupráðgjöf við yfirtöku

  5. Framkvæmd á áreiðanleikakönnun

  6. Verðmat fyrirtækja

  7. Að finna fyrirtæki til sölu

  8. Að finna atvinnurekstur til sölu

  9. Framkvæmd samruna og sameining fyrirtækja

  10. Undirbúningur á söluferli fyrirtækis

  11. Fjárhagsleg endurskipulagning

Samningagerð og utanumhald

  1. Gerð kauptilboða

  2. Gerð kaupsamninga

  3. Veðsamningar og afsöl

  4. Allsherjarumboð

  5. Alþjóðlegur skattaréttur

  6. Lánasamningar og skuldabréf

  7. Tryggingarbréf

  8. Ráðningarsamningar

  9. Skjöl til þinglýsingar

  10. Samkeppnisréttur

  11. Nauðasamningar

  12. Umsóknir fyrir rannsóknar- og þróunnarstyrki

  13. Skráning einkaleyfa, vörumerkja og annað hugverk.

Reikningshald og endurskoðun

  1. Endurskoðun á fyrirtæki

  2. Að skipta um endurskoðanda

  3. Samrunatilkynningar

  4. Skattaráðgjöf

  5. Reglur um nýtingu uppsafnaðs taps

  6. Eignfærsla fastafjármuna

  7. Eignfærsla tækniþróunnar

  8. Eignfærsla hugbúnaðar

  9. Fjárhagsgreining

  10. Innri endurskoðun

Stefnumótun og áætlanagerð

  1. Viðskiptaáætlanir

  2. Rekstraráætlanir

  3. Stefnumótun

  4. Breytingarstjórnun

  5. Árangursmælingar

  6. Fjármálalíkön

  7. Sjálvirknivæðing

Vantar þig aðstoð?

Rekstur og Fjármál: Þjónustuaðilar

Hér er listi yfir fyrirtæki sem þjónusta íslensk fyrirtæki og sinna rekstrartengdum verkefnum:

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Endurskoðun og Bókhald

Finndu þjónustuaðila sem veita sérhæfða þjónustu á sviði skattaráðgjafar.

Stærri endurskoðunarfyrirtæki

Bókhaldsskrifstofur

Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki getur verið hagstætt að letia til þjónustuaðila sem veita bókhaldsþjónustu auk endurskoðunar. Bókhaldsþjónustur sjá um launa- og skattauppgjör.

Skattar og uppgjör

Finndu þjónustuaðila sem veita sérhæfða þjónustu á sviði skattaráðgjafar.

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónustur sem þjónusta fyrirtæki búa yfir sérfræðiþekkingu í málefnum eins og félagarétti, hugverkarétti, Evrópurétti,

Sérfræðingar í hugverkum og hugverkarétti

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Fjármögnun og bankaþjónusta

Lögfræðiþjónustur sem þjónusta fyrirtæki búa yfir sérfræðiþekkingu í málefnum eins og félagarétti, hugverkarétti, Evrópurétti,

Almenn bankaþjónusta

Góð bankaþjónusta er lykilatriði þegar kemur að rekstri fyrirtækja.

Kröfufjármögnun (e. factoring)

Ein fjármögnunarleið sem hefur færst í aukanna á síðustu árum er kröfufjármögnun. Með kröfufjármögnun gefst fyrirtækjaum kostur á að minka veltufé bundið í rekstri með því að selja kröfu til þriðja aðila.

Eignastýring

Fyrirtæki nýta sér eignastýringaþjónstu til að ávaxta lausafé.

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Verðbréfafyrirtæki og fyrirtækjaráðgjöf

Verðbréfafyrirtæki taka að sér að miðla verðbréfum auk almennrar fyrirtækjaráðgjafar til fyrirtækja, svo sem framkvæmd á verðmötum og áræðanleikakannanna.

Verðbréfafyrirtæki

Eftirfarandi fyrirtæki sinna verðbréfamiðlun og almennri fyrirtækjaráðgjöf:

Fyrirtækjaráðgjafir bankanna

Viðsiptabankarnir á Íslandi reka jafnframt sér deildir sem bjóða uppá sérhæfða ráðgjöf fyrir fyrirtæki, svo sem verðmöt og sanngirnisálit. Bankarnir geta einnig sinnt þjónustum sem verðbréfafyrirtækin sinna.

Fyrirtækjaráðgjafir endurskoðenda

Líkt og bankarnir, þá reksa stærstu endurskoðendafyrirtækin á Íslandi sér deildir sem bjóða uppá sérhæfða ráðgjöf fyrir fyrirtæki, svo sem verðmöt og sanngirnisálit.

Fyrirtækjaráðgjöf

Listi yfir sjálfstæðar fyrirtækjaráðgjafir.

Fyrirtækjasölur

Fyrirtækjasölur eru hentugur kostur fyrir sölu á minni fyrirtækjum og rekstri. Fyrirtækja sölur veita jafnan tvíhliða ráðgjöf til seljanda og kaupanda og eru því hagkvæmari kostur.

Ertu að leita að kaupanda?

Sérfræðingar í innheimtuþjónustu

Innheimtufyrirtæki bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki og geta sérsniðið lausnir fyrir þig. Sparaðu tíma og peninga og leitaður til sérfræðinga.

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Viðskiptalausnir

Það eru ýmsar lasunir í boði til þess að halda utan um rekstur og fjármál á Íslandi. Hvaða viðskiptakerfi henta að hverjum rekstri getur þó verið mjög mismunandi.

Finndu bókhaldskerfi sem hentar best þínum rekstri. Bókhalsforrit fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárhagsbókhald með sjálfvirkum greiðslulausnum.

Alhliða bókhalds og viðskiptakerfi

Viðskiptalausnir eins og Navision, Business Central og LS Retail henta stærri fyrirtækjum, þar sem meiri þörf er á ERP (e. Enterprise Resource Planning. Fyrirtæki sem bjóða uppá alhliða þjónustu á sviði viðskiptalausna eru:

Bókhaldskerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Á síðustu árum hafa sprottið upp margvíslegar lausnir sem bjóða upp á bókhaldskerfi á netinu. Þessi kerfi hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að færa bókhald með auðveldum hætti og tiltölulega lágum tilkostnaði.

Flestar lausnir bjóða upp á virkni fyrir utanumhald á fjárhagsbókhaldi, skattaskilum og launauppgjörum. Við mælum með eftirfarandi bókhaldskerfum:

Lausnir fyrir reikningagerð

Fyrir þá sem eru að leita að sérstakri lausn fyrir reikningagerð eru eftirtaldar lausnir ódýrir kostir:

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Sérfræðingar í rekstarráðgjöf

Sérfræðingar í stefnumótun

Sérfræðingar í breytingarstjórnun

Sérfræðingar í mannauðsmálum

Sérfræðingar í viðskiptaþróun

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Að hefja rekstur

Að hefja rekstur er stór ákvörðun fyir flesta. Ef það það hefur í för með sér að segja upp störfum á núnverandi atvinnurekanda, þá er ákvörðunin líklegast ennþá stærri. Það getur einnig verið vandasamt að fjármagna nýja hugmynd og því er ekki óalgengt að leitað sé til vina og vandamanna þegar farið er í þá vegferð.

Það er því áhugavert að líta á eftirfarandi tölfræði: Á hverju ári eru um 2.000 fyrirtæki stofnuð. Í lok árs 2019, voru um 25 þúsund virk fyrirtæki á Íslandi með einn starfsmann eða fleiri. Ef horft er til síðustu tíu ára, fóru að meðaltali 960 félög í þrot á ári. Inní þeirri tölu eru sennilegst talsvert af fyrirtækjum sem ekki voru virk og ekki með starfsmenn á launaskrá.

Ef við skoðum meðalaldur þeirra félaga sem fara í þrot, þá sjáum við að um 10% þeirra félaga sem fara í gjaldþrot voru þriggja ára eða yngri. Um 36% fyrirtækja sem fóru í þrot á síðustu 10 árum höfðu ekki náð 6 árum í rekstri. Það er þó áhugavert að sjá að meðalíftími þeirra félaga sem fara í þrot virðist hafa hækkað á síðustu árum.

Hvað kostar bókhaldsþjónusta?
(Verð frá 2020)

Finndu bókhaldskerfi sem hentar best þínum rekstri. Bókhalsforrit fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárhagsbókhald með sjálfvirkum greiðslulausnum.

Verðsamanburður á bókhaldsþjónustum

Hér eru nokkur dæmi um verðskrár bókhaldstofa sem tekin voru af vefsíðum þeirra í desember 2020.

3 Skref ehf.

Tegund þjónustuTaxti (án vsk)
Bókhald (almennt)10.800
Bókhald (sérhæft)15.800
Lögfræðiþjónusta20.100

Libris ehf.

Tegund þjónustuTaxti (án vsk)
Almennt8.580

Reikningskil og Ráð ehf.

Tegund þjónustuTaxti (án vsk)
Bókhaldsþjónusta8.900
Sérfræðiþjónusta13.900
Ráðgjafaþjónustua19.080

Reikningskil og Ráð ehf.

Tegund þjónustuTaxti (án vsk)
Viðskiptaþjónusta, bókhald9.900
Viðskiptafræðingur17.500
Löggiltur Endurskoðandi25.000

Ertu að leita að bókhaldsþjónustu?

Um Fjármál Lítilla og Meðalstórra Fyrirtækja

Flest fyrirtæki á Íslandi eru lítil. Ef rýnt er í tölur frá Hagstofunni sjáum við að það eru um 31.500 virk fyrirtæki á Íslandi árið 2019. Af þeim voru um 6 þúsund ekki með starfsmann og rúmlega 17 þúsund voru með einn starfsmann.

Rétt tæplega 22.500 manns voru á launauskrá, hjá þeim 6 þúsund fyrirtækjum sem voru með 2-9 manns á launaskrá. Það eru þá einungis tvöþúsund fyrirtæki sem sáu tæplega 101 þúsund manns um vinnu eða um 72% of vinnumarkaðnum á Íslandi.

Stærð (störf)Fjöldi fyrirtækjaHeildarfjöldi starfaRekstrartekjur
06,0190178,901,538
117,39217,392236,361,450
2-44,29411,221290,996,609
5-91,70711,197284,592,982
10+2,018100,9113,353,400,222
Alls31,430140,7214,344,252,801

Það má því segja að um 74% af öllum fyrirtækjum á Íslendi, eða um rúmlega 23 þúsund, séu með 1-9 starsmenn. Rekstrartekur þessara fyrirtækja er að meðaltali ekki nema 34 milljónir á ári.

Reikningshald og Rekstur

Umhverfið fyrir nýsköpun og aðra frumkvöðlastarfsemi hefur verið stórbætt síðustu ár. Sérhæfðir vísissjóðir hafa sprottið upp ásamt viðskiptahröðlum og öðru stuðningsaðilum fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Frumkvöðlar sem eru að koma nýjum vörum á markað geta leitað í þetta tengslanet. Þar get þeir leitað fjármags og það sem jafnvel mikilvægara er, fengið inn reynda aðila og mentora sem teka stuðst við rekturinn í gegnum stjórnsetu eða með óbeinni ráðgjöf.

Fyrir stærri fyrirtæki, að sama skapi, hafa bolmagn til þess að byggja upp góða þekkingu og ferla á sviði reikninghalds, fjármála og stjórnsýslu innanhús. Einnig geta þessi fyrirtæki leitað þekkingar hjá stærri endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjum, sem og helstu fjármálastofnum landsins.

Minni fyrirtæki hafa ekki endilega bókara eða fjármálastjóra innan eigin vébanda og sækja sér þessa þekkingu með því að úthýsa þessum verkefnum til bókhaldsþjónusta og annarra rekstrarþjónustu.

Rekstrarráðgjöf

Samkvæmt Hagstofunni voru 691 fyrirtæki skráð undir ÍSAT-flokkun Bókhald og Endurskoðun árið 2019. Undir flokknum Viðskiptafráðgjöf voru 1.404 fyrirtæki skráð. Þó það sé ekki líklegt að allar þessar kennitölur hýsi fyrirtæki í fullum rekstri, þá eru þetta samt sem áður yfir 2.000 aðilar sem falla undir þessa tvo flokka.

Mörg af þessum fyrirtækjum búa yfir sérþekkingu. Sum er sérhæfa sig í að þjónustua ákveðnar tegundir fyrirtækja og iðngreinar. Hingað til hefur ekki verið auðvelt fyrir rekstraraðila fyrirtækja að leita og finna út á auðveldan hátt, hvaða aðilar séu best til þess fallnir að leysa þau verkefni sem eru fyrir hendi.

Markmið Eykil er að gera þessa leit auðveldari. Svona hálfgert Tinder fyrir fyrirtæki og fyrirtækjaþjónustur.

Að stofna fyrirtæki

Það heyrir sennilegast til algjörar undantekningar að fólk stofni fyrirtæki vegna einskærrar ástríðu fyrir bókhaldi og fjármálum. Líklegast eru það fáir stofnfundir sem leiðast út í ástríðufullar lofsöngva um það hvers vegna tvíhliða bókhhald sé milvægasta uppgötvun mannkyns fyrr og síðar (sem það er).

Þegar að einstaklingar taka sig saman og stofna fyrirtæki er það yfirleitt vegna þess að viðkomandi aðilar hafa ástríðu og trú á tiltekinni vöru eða þjónustu. Stofnandurnir telja sig hafa eitthvað uppá að bjóða. Eitthvað sem er ekki til staðar nú þegar.

Reikningshald, skalagerð og önnur bakvinnsla tengd fyrirtækjarekstri, eru í augum flestra líkt og upphitanir og teygjur í íþróttum. Engann veginn skemmtilegt en nauðsynlegur partur af leiknum. Það er því alls ekki gefið að almenn þekking á rekningshaldi eða stjórnarháttum fyrirtækja sé til staðar þegar að fólk heldur í þá vegferð að stofna fyrirtæki. Enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur þá frekar óhjákvæmilegur fylgikvilli þess að koma vörum og þjónustum á markað.

Á Íslandi eru stofnuð um 2,000 ný fyrirtæki að jafnaði á ári. Fyrir þá sem eru að stofna sitt fyrsta fyriræki, er þetta ferli sem felur í sér að taka ákvarðanir sem eru einstæðar í eðli sínu. Þetta eru ákvarðanir sem virðast kannski ekki veigamiklar en geta haft mikla þýðingu seinna meira fyrir bæði fyrirtækið sjálft og hluthafa þessu.

Samt sem áður er þetta ferli sem allir stofnendur og öll fyrirtæki ganga í gegnum. Að þeim sökum er það sem í lítur út fyrir að vera einstök ákvörðun fyrir stofnanda fyrirtækis, endurtekið ferli fyrir þá aðila sem sérhæfa sig reikningshaldi, skjalagerð og fleiri málum sem koma að stofnun fyrirtækja.

Íslendingar stofna hlutafélag

Fyrir um það bil 270 árum, leiddi Skúli “Fógeti” Magnússon, hóp manna sem komu sér saman um stofnun fyrsta fyrirtækið á Íslandi. Það er hálf ótrúlegt í ljósi þeirra gríðarlegu tækniframfara sem hafa átt sér stað á þessum 270 árum, að samþykktir fyrsta hlutafélagsins á Íslandi gætu allt eins átt heima í stofnskjölum fyrirtækja sem stofnað er í dag.

Í samþykktum Innréttingana má til að mynda finna eftirfarandi klásúlur:

  • Aðalfundur skildi haldinn einu sinni á ári

  • Á aðaldfundi skyldi miða við fjölda hluthafa en ekki fjöld hluta (óvanalegt í dag)

  • Aðalfundur kaus 5 forstjóra, sem stjórnuðu fyrirtækinu og gerðu samninga að þess hálfu

  • Bókari skyldi ráðinn og bar honum að halda reikninga yfir eignir fyrirtækisins, tekur þess og útgjöld.

  • Bókhald og reikninga fyrirtækisins skyldi leggja fram á aðalfundi en gögn þessi skyldu tveir skoðunarmenn endurskoða reikninga félagsins.

  • Takmörkun var á útgreiðslu arðs fyrstu 10 starfsár fyrirtækisins

Við þetta má svo reyndar bæta að Skúli hafi ekki einungis fyrsti frumkvöðulinn á Íslandi. Það mætti halda því fram að Skúli hafi jafnframt verið brautryðjandi í fjármögnun fyrirtækja á Íslandi, þar sem hluthafahópurinn fól honum að fara á fund Konungs í leit að fjármögnun. Skúli “pitchaði” Innrétingarnar fyrir fulltrúum dönsku krúnunar, lokaði dílnum og fékk sitt “kommisjón” fyrir eins og hver annar fyrirtækjaráðgjafi.

Að stofna eða ekki stofna einkahlutafélag?

Nú til dags eru flest þau félög sem eru stofnuð á Íslandi einkahlutafélög (ehf). Lög um einkahlutafélög voru tekin í gildi árið 1994. Einkahlutafélagaformið gefur einstaklingum kost á að stofa félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins.

Einkahlutafélög eru frábrugðin hlutafélögum að því leiti að einstaklingur getur verið einn eigandi að öllu hlutafé félagsins. Jafmframt er lágmarkshlutafé einkahlutafélags 500.000 krónur samanborið við 4.000.000 króna hjá hlutafélagi.

Það má segja að tilkoma einkahlutafélaga hafi verið ákveðin bylting fyrir smærri aðila og auðveldað fólki til muna að stofna til og hefja rekstur. Takmörkuð ábyrgð eiganda var lykilþáttur í því.

Hvað kostar að stofna fyrirtæki?

Að stofna félag er í sjálfu sér ekki kostnaðarsamt. Þegar að nýtt félag er stofnað þarf að greiða 130.500 króna stofngjald til Ríkisskattstjóra. Ferlið er tiltölulega auðvelt nú til dags og hægt er að framkvæma skráninguna að fullu á netinu.

Ofan á þetta bætist svo kostnaður ef lögfræðingur eða endurskoðandi aðstoðar við skjalagerðina í kringum skráninguna. Þau gögn sem þarf að skila inn með umsókninni eru eftirfarandi:

  • Tilkynning um stofnun einkahlutafélags

  • Stofnsamningur (hluthafasamkomulag

  • Samþykktir

  • Stofnfundargerð

Ert þú að stofna fyrirtæki?

Fáðu aðstoð við stofnun fyrirtækis. Hægt er að leita til endurskoðanda, bókhaldsþjónustu eða lögfræðistofu. Þú getur einnig haft samband.

Við erum mikið áhugafólk um sögu viðskipta og reksturs á Íslandi.

TitillHöfundurÚtgáfuár
Íslands HlutafélagLýður Björnsson 
Claessen – Saga FjármálamannsGuðmundur Magnússon2017
Ull verður gullMagnús Guðmundsson1988
WOW – Ris og fall flugfélagsStefán Einar Stefánsson 
Afl í segulæðumSveinn Þórðarson 
Þeir létu ekki deigan sígaBraga Sigurjónsson 
Þekkingin beisluð – NýsköpunarbókÝmsir 
Einar BenediktssonGuðjóni Friðriksson 
ToppstöðinÝmsir 
Alfreðs saga og LoftleiðaJakob F. Ásgeirsson 
MinningarThor Jensen 

Áhugaverð Hlaðvörp um Viðskipti á Íslandi

Á síðustu árum hafa sprottið upp ýmis skemmtileg hlaðvörp. Hlaðvörp sem snúa að rekstri og viðskipalífi á Íslandi eru þar ekki undanskilin.

Hér eru nokkur hlaðvörp sem við mælum með:

Hafa samband

Um Okkur

Á Eykol.is finnur þú ýmsar hagnýtar upplýsingar í sambandi við rekstur og fjármál lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi.

Einnig finnur þú lista yfir þjónustuaðila sem að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að sinna sínum daglega rekstri.

info@eykol.com